fimmtudagur, 22. maí 2008

Sandur kominn í annan sökkulinn

Svakalega tekur langan tíma að þurrka sand. Og svakalega fer mikill sandur í sökklana. Líklega um 15 lítrar í hvorn. En alla vega, þá er ég búinn að þurrka heila fötu og sandurinn fór í annan sökkulinn í gær og lokið var límt ofaná.

fimmtudagur, 15. maí 2008

Sandur í sökkla

Það er orðið nokkuð um liðið, síðan ég færði inn síðast, en verkefnin hafa verið mikil. Nú er ég sennilega að fá tíma til að fara í stillingar og ljúka smíðinni.


En ég er búinn að ná mér í sand í sökklana og er að þurrka hann. Kannski verður hann orðinn þur um helgina. Þá verður hægt að fylla þá, loka þeim, pússa og mála -- og setja pinnana!


Meira fljótlega.