föstudagur, 29. ágúst 2008

Hátalarasmíðinni að fullu lokið



Grillið komið á.
(Normal lýsing.)




Grillið komið á.
(Myndin yfirlýst til þess að dökku litirnir greinist betur að.)


Þá eru hátalararnir endanlega tilbúnir og prófaðir.




Bak og hlið
Takið eftir röndóttu málningunni á bakinu! Mega kúl!


Ég verð að láta hverjum og einum eftir að meta árangurinn, en hvað hljóðið varðar, þá var ég að prófa þá í gærkvöldi og tók úr þeim alla ull nema bak við miðtónahátalarann. Þeir hljóma hreinir og tærir -- og jafnir, nema hvað stofan og hið opna rými bregst mjög mismunandi við mismunandi tíðni eftir staðsetningu. Það mundi bæta hljóminn að setja upp t. d. þykk gluggatjöld, gólfteppi eða eitthvað slíkt.


Niðurstaða: Ekki er ástæða til að skipta um viðnám í tíðnideili eins og ég hafði ætlað mér. Hátalararnir eru fínir eins og þeir eru. Takk Ivan P. Leslie fyrir frábæra hönnun (teikningar) og aðstoð.

Engin ummæli: