Salmonella, sem ég náði mér í úti í Búlgaríu tafði mig um tvær vikur, en ég er búinn að lakka hátalarana framan og aftan og spónleggja hliðar, topp og botn og líma botndiskana undir. Glærlakkaði spónlögðu fletina þrjár umferðir um helgina. Komst að raun um að viðarfyllirinn er varasamari en ég hélt. Viðurinn er fremur gljúpur og viðarfyllirinn fyllir aftur í allar sprungur og gefur þannig of slétt yfirborð. Ennfremur virðist þurfa að slípa hann algerlega niður, ella kemur hann út sem ljósari klessa séð frá vissum sjónarhornum.
Ég þar sem sé að slípa dálítið niður áður en ég hefst handa við fleiri umferðir af lakki.
Þá bætti ég íslenskri pelsull við ullina sem fyrir var og mér finnst það satt að segja til bóta. Bassinn dempast aðeins meira og því ekki þörf fyrir að skipta út viðnámum. -- Reyndar var ég búinn að taka út annan dóndeilinn (crossover) og ætlaði að fara að skipta um viðnám þegar ég uppgötvaði að ég hafði bara keypt í einn hátalara! Hversu heimskur getur maður ekki verið! Silfurtinið, sem ég keypti hjá sama aðila á Ebay verslun hans reyndist hins vegar frábærlega. Bræðslumark í kring um 185°C.
Ég er sem sé nokkuð sáttur í bili. Og svo er það grillið. Nei, ég er ekki að tala um gas- eða kolagrill!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli