Í gær var komin tilkynning um tollpóstsendingu frá Bretlandi, þar sem óskað var eftir reikningi ofl. til að hægt væri að reikna út vörugjald og vask. Ég hafði samband við Ivan, en hann sagðist hafa sent þetta sem "gjöf eða sýnishorn". Tollurinn gúterar það víst ekki til einstaklinga, en Internetið er öflugt, og með því að fara á heimasíðu IPL og sýna þar verðin, þá gekk þetta. Og hægt að borga með kreditkorti! Það var nú ekki hægt hér áður fyrr. Frábært.
Ég skaust síðan heim með herlegheitin og opnaði pakkann, en þá kom í ljós að annar hátalarinn að minnsta kosti var ónýtur.
Ég fór aftur og talaði við tollarann og spurði hvort það gæti verið að hann hefði misst hátalarana. Hann sagði að þegar eittvhað slíkt kæmi fyrir, létu þeir póstafgreiðsluna alltaf vita og sannfærði mig um að þetta hefði átt sér stað einhvers staðar á flutningsleiðinni, enda pakkinn ekki vel frá genginn að ofan.
Nú er bara spurningin hvort ég fæ endurgreitt hjá póstinum og hvort Ivan bætir mér þetta og sendir nýja. Vonandi gengur það vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli