Hátalararnir eru að tilkeyrast. Tónninn að mýkjast, en góðir hátalarar sýna lélegu inpútti enga miskunn. Ég þurfti að setja magnarann í viðgerð, því að hægri rásin var að truflast (það dró niður í henni annað slagið og einstöku sinnum heyrðust smá brestir). Það er víst heita vatnið og brennisteinsvetnið sem því fylgir, sem leggst á kontakta og Denon er greinilega með silfur í sínum snertum, þannig að verkstæðið skiptir yfirleitt um snertur. Þeir áttu þær ekki núna og létu nægja að hreinsa og húða með hlífðarefni.
Þannig að núna virkar allt fínt.
Ég er búinn að prófa alls konar músik núna, og mér sýnist stefna í að ég þurfi að minnka viðnámin á miðtónana og í það minnsta hátónana. Það má prófa líka að auka við ullina á mismunandi stöðum til að tempra bassann.
Annars (eins og vísað var til hér að ofan) eru innpúttin misjöfn. Sérstaklega kemur þetta mikið fram á sjónvarpinu. RUV er í fína lagi, en Stöð tvö og flestar aðrar rásir virðast hljóðhannaðar af guttum eins og þeim sem fylla skottið á bílunum sínum af bassakeilum. Verulega ýktur bassi og mikið til lýta. Þetta kemur ekki mikið fram í sjónvarpstækinu sjálfu, en þegar hljóðið er tekið yfir í góðan magnara (HI-FI) og hátalara, sem skila dýpt, þá er ekki gaman.
Stöð tvö og aðrar sjónvarpsrásir, sem láta heyrnarskerta unglinga stjórna hljóðinu, ættu að hugsa sinn gang!
Það verður smá hlé á frekari skrifum, því að ég reikna ekki með að hafa tíma til frekari tilrauna á næstunni. En það er verulega gaman að geta stjórnað eðli hátalaranna eins og hægt er að gera með þessa frá IPL Acoustics.
Næsta mál er að klára að setja tauið á grillið og síðan að mála hátalarana framan og aftan og að spónleggja þá. Einnig er eftir að fá þurran sand og fylla sökklana, líma lokið á þá, mála og setja pinnana (spikes) á.
þriðjudagur, 4. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli