mánudagur, 11. febrúar 2008

Boxin að verða tilbúin

Hér er seinna boxið langt komið. Ég sneið og límdi nú fyrst motturnar í botninn. Þær eru úðalímdar í með léttu gúmmíkenndu lími. Það er ástæðan fyrir því að ég nota málningarlímband á kantana.

Ég náði í gærkvöldi að klára annað boxið til prófunar og á bara eftir að setja hátalarana í hitt til þess að hægt sé að testa hvort allt virki. Ef allt er í lagi, þá er hægt að loka boxinu (líma vinstri hliðarnar á).

Engin ummæli: