Ég náði að klára að setja hátalaraeiningarnar í seinna boxið. Þá var bara að tengja og sjá hvort allt virkaði rétt. Og það var ekki annað að heyra. Lokið var bara lauslega fest með einu bandi, þannig að bassinn verður engan veginn eins þéttur eins og í endanlegu boxi, en hátalararnir virðast keyra léttar en þeir gömlu. Mjög skýrir og stereóið miklu betra en í þeim gömlu. Miðtónasviðið skýrara og djúpur bassi kemur vel fram. "Loudness" er óþarft jafnvel á minnsta styrk. Örlítið plasthljóð miðað við hina, en ég á von á að það breytist þegar búið verður að tilkeyra hátalarana.
Vinstri hátalarinn með grillrammanum, hinn ekki. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli