föstudagur, 1. febrúar 2008

Meiri vinna í tóndeili

Frétti af verslun í Bolholtinu, Handverkshúsið. Fékk þar svart þunnt lakkspray og smáskrúfur. Þar fæst líka góður beis, en hann kostar 1800 og 2000 kr. brúsinn. Dálítið dýrt. Skoða málið annars staðar.
Fékk í Íhlutum vírahulsur (heatshrink).

Ég gat því klárað undirbúninginn að að geta farið að lóða á tóndeilinum, en til þess þarf náttúrulega að vera búið að ganga þannig frá hlutunum að tengipinnarnir fyrir hátalarakaplana séu endanlega fastir og rétt stilltir. Þar með þarf að vera búið að ganga frá yfirborði á baki tóndeilisspjaldsins.

Þegar ég var að meðhöndla tóndeilana losnuðu þrjú stykki á öðrum þeirra. Augljóst er að límbyssan er léleg -- hún hitar einfaldlega ekki nógu vel. En ég fann ráð víð því. Gas arin/kertakveikjari, sem virkar eins og nett logsuðutæki er notaður sem sígarettukveikjari á heimilinu. Hann virkaði vel. Hitaði límið upp og nú festist allt vel.

Og nú er allt tilbúið til lóðningar!



Tóndeilarnir samsettir að mestu. Bara eftir að lóða vírana í hátalaraeiningarnar og smá enda, sem ég nota sama vír í.

Engin ummæli: