fimmtudagur, 31. janúar 2008

Tóndeilirinn mátaður í boxið

Maður á að fara eftir leiðbeiningunum! Ég gerði það ekki alveg og tapaði því smá tíma, þar sem ég þurfti að tvívinna smávegis. Ég hafði nefnilega ákveðið að raða upp og líma fasta hlutina í tóndeilinn áður en ég boraði fyrir festingum á bakinu á hátölurunum. Einnig gleymdi ég því að gaddarærnar á að negla í götin á spjaldinu svo að þau festist vel. Þetta tókst svo sem, en tók hálft gærkvöldið til viðbótar við fyrri tíma.

RTFM! (read the furnished manual - eins og þetta var upprunalega - IBM) eða á íslensku: LMH! (lesa meðfylgjandi handbók).

Jú, svo þurfti ég líka að laga útskurð fyrir hátíðnihátalaranum öðru megin. Límdi brot úr tappa í. Þarf svo að kítta í með viðarfylli til þess að allt sé þétt og slétt.

Ég þurfti náttúrulega að nota heitlímbyssuna og fann loksins aðferð til þess að hún virkaði nokkurn veginn eðlilega. Það virðist þurfa að losa stautinn alltaf úr og einnig að pota upp i stútinn með vír til að losa um það sem ekki vill bráðna almennilega eða það sem einhverra hluta vegna vill festa sig einhvers staðar á leiðinni.

Þá er það næst að lóða.

Þetta mjakast.

Engin ummæli: