sunnudagur, 20. janúar 2008

Merkingar og fyrsta líming

Búinn að stilla af og staðreyna mælingar og merkja fyrir flest. Keypti ágætis hitalímbyssu og límstauta í Húsasmiðjunni í gær. Fékk gamla smíðaborðið mitt aftur í dag. Vantar nú borvélina, borana o.fl. sem eru hjá Lísu. Vantar líka 2 stk. þvingur ca 1m á lengd og 2 stk ca 50cm langar. Mínar eru ekki nema 15 og 20 cm. Náði að líma fyrsta stykkið, framstykkið á sökkulinn. Þetta verður að duga þangað til á morgun.


Búið að líma endastykkið (toppinn) og stillikubbana. Nota heitlím til að líma kubbana og PVA til að líma stykkin saman. Límbyssan ofan í kassanum. Þverspýtuna vinstra megin er ég aðeins að nota til að stilla bak og framhlið af. Efst til vinstri er lítið 10 sm stykki sem passar í gatið sem verður neðst að framan og er fyrir baksvefluna úr bassakeilunni.

Engin ummæli: