Ég hafði einnig beðið um 6mm efni MDF eða krossvið, annað hvort sagað út 2 stk. 113x230mm eða að fá einhverja smábúta til að hirða. Ég var búinn að fá tilboð frá þeim í þetta. Það var í afgreiðslunni. 22þús kr. Það átti líka að saga út tvo til þrá renninga 19mm úr 19mm plötunni. Það fórst fyrir.
Þegar upp var staðið ætluðu þeir að rukka fyrir hálfa 6mm plötu plús alla þessa sögun extra og líka þegar starfsmaður hafði látið saga 19sm í staðinn fyrir 19mm! Ég mótmælti því, en endaði samt í að þurfa að borga 25.300 kr. Ég er ekki sáttur við svona afgreiðslu. Alltof íslenskt!
Að öðru leyti: öll mál stóðust. Á Íslandi finnst manni það vera plús, ekki sjálfsagt.
Alla vega, heim í hús komst þetta og ég byrjaði á því að raða hlutunum saman til þess að sjá hvort ekki væri allt samkvæmt málsetningu. Það kom á daginn.
Uppröðun. Öll mál stóðust hjá Húsasmiðjunni. Plöturnar lauslega hnýttar saman með neti utan af jólatré! |
En ferlegt hvað maður getur orðið ruglaður. Með dúndrandi hausverk í gær. Ein Parkódín Forte til að slá á. En samt skildi ég ekkert hvað voru margir litlir bútar. Ég var gjörsamlega búinn að gleyma standinum, sem er 6 stk. hvor!
Byrjaði að teikna fyrir útskurði. Kláraði framplötuna og bakið í annan hátalarann. Ætli maður komist ekki til að saga út um helgina?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli