þriðjudagur, 29. janúar 2008

Útsögun lokið

Ég dreif mig í að saga út grillið í gærkvöldi. Það gekk bara fínt. Maður er svona að læra á tækin. Mér sýnist að það sé smá hægri-villa í þessari. Blaðið leitar alltaf ögn til hægri, þannig að ekki er hægt að treysta á beinan skurð eftir landi. Það þarf að handstýra til vinstri. Kannski þetta sé munurinn á hobbý og professional verkfærum. Kæmi mér ekki á óvart.
Það var álíka mikil vinna að þrífa eins og að saga út.
Næsta mál er væntanlega að líma upp á tíðnideilinn. Síðan þarf ég að saga niður hornstífurnar.

Engin ummæli: