Hornstífurnar
Fékk mann til að hjálpa mér með aðstöðu og tæki til að saga hornstífurnar í gær.
Límdi upp tóndeilana í gærkvöldi. Lenti reyndar í vandræðum með límbyssuna. Hún dugar greinilega ekki í mikið meira en þessa tvo stauta sem fylgja henni. Algert drasl. Ég þarf hugsanlega að kaupa aðra. Hvernig stendur á að "virðuleg" fyrirtæki eins og Húsasmiðjan selja svona drasl?
Svo er bara að lóða með silfurtininu, sem er að koma.
Sendingin
Náði í sendinguna frá IPL í hádeginu í dag. 2stk. 10", HU1 vír 7m, hátalarakaplar 20m, silfurtin 2m og tekkspónn álímanlegur.
Mér finnst hins vegar nokkuð mikið sem pósturinn tekur í toll. 17 þús. kr. alls þurfti ég að borga. Þeir tollflokka ekki eftir sunduliðun, heldur setja allt í 25% vörugjald. Engan veginn er skýrt á reikningi þeirra hvaða prósentur eru notaðar né vísað í tollskrá. Ég held að tollpósturinn sé að rukka aukalega og hugsanlega með ólögmætum hætti fyrir tollstjóraembættið. Það þyrfti að athuga þetta.
Spónninn kemur vel út. Mun fallegri en mig grunaði. HU1 er mikið mjórri en ég hélt og kaplarnir eru nokkuð mjórri líka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli