þriðjudagur, 15. janúar 2008

Pöntun á eftirstöðvum og pælingar í köplum

Búinn að panta það sem upp á vantar hjá IPL. 10" hátalarana aftur, ástraujanlegan spón, vírinn til að tengja inni í boxinu og hátalarakapla. Ég endaði á að taka VanDamme Blue Series Studio Grade 2,5mm. Þeir fá allst staðar frábæra dóma, ekki síst með tilliti til verðs. Og IPL er með þá ódýrari en flestir. Enda framleiddir í Devon, skilst mér.

Ég fór út um allan bæ á klukkutíma í gær (milli kl. 5 og 6) og hreint blöskraði verðin, sem boðið er upp á í þessum málum. Ég er að fá meterinn af VanDamme á ca 200 kr. hingað kominn, en sami klassi er yfirleitt á einhverja þúsundkalla í búðum hér.

Síðasti aðilinn sem ég talaði við, sagðist vera löngu hættur að pæla í þessum dýru lausnum. Hann hafði uppgötvað að mjúkt silfur 99,9% væri best. Hann sagði mér ekki hvaða þykkt, en þetta er einþátta vír. Flestir mæla með ca AWG 20, sem er ca 0,5mm. Síðan klæðir maður vírinn í kápu úr góðu efni og snúran er tilbúin fyrir annan pólinn.

Það væri gaman að prófa þetta einhvern tíma. Þetta er sennilega 4-5 sinnum dýrara en VanDamme, en betra en dýrustu lausnir, sem eru langtum dýrari.

Engin ummæli: