mánudagur, 28. janúar 2008
Áfram með grillið
Áttaði mig allt í einu á því að ég hafði gleymt að skera út fyrir loftunargatinu. Mér fannst allt í einu að grindin yrði of veik til þees að strekkja tauið yfir, þannig að ég fór að mæla út og merkja fyrir hátalaraeiningunum sjálfum. Líklega enda ég samt á að skera skv. upprunalegum teikningum. Strekkingin á greinilega ekki að vera mikil. 18mm MDF lengja 282mm löng þolir varla mikla strekkingu. En svo, eins og einn vinur minn benti á, er gott að strekkja eða leggja fyrst þunnan svamp undir. Kannski er líka í lagi að skipta gatinu í tvennt og skilja ca 10mm póst eftir í miðjunni?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli